Brynhildur með brons og Enrique tvö ný Akranesmet á meistaramóti í Riga, Lettlandi.

26. febrúar – 2 mars héldu 5 sundmenn frá Sundfélagi Akraness til Riga í Lettlandi, en þar kepptu þau á opnu meistramóti sem um 520 keppendur frá sjö löndum tóku einnig þátt. Þetta var sterkt mót með mörgum mjög góðum sundmönnum.
Krakkarnir stóðu sig mjög vel og margar góðar bætingar.

Brynhildur Traustadóttir landaði brons í 400m skriðsundi og 4. sæti í 800m skrið. Í 200m skriðsundi bætti hún tímann sinn töluvert og var einungis 0.17 sek frá þriðja sæti. Brynhildur synti einnig um helgina, 50m flugsund ,50m,100m skriðsund.

Enrique Snær gerði sér lítið fyrir og setti tvö ný Akranesmet. Annað var í  400m fjórsundi á timanum 4.49.46, gamla metið átti Hrafn Traustasson 4.55.48 frá árinu 2009 og hitt metið var í 400m skriðsundi á tímanum 4.17.94 nú í morgun. Gamla metið var 4.22.25 sem Gunnar Smári Jónbjörnsson átti síðan 2004. Enrique bætti sig svo í 200m flugsundi og 200m fjórsundi. Á mótinu synti hann einnig 50m og 200m skrið.

Atli Vikar Ingimundarson synti 50m og 100m skriðsund og 50m og 100m flugsund og var nálægt sínum tímum.

Sindri Andreas Bjarnason synti 50m og 100m flugsund og 50m, 100m og 200m skriðsund. Sindri bætti sig í 100m flug og skriðsundi.

Ragnheiður Karen Ólafsdóttir synti 50 og 100m bringu, 100m flug, 200m skrið og 200m fjórsund, hún bætti sig í 200m skrið og 200m fjórsundi. Hún synti í B úrslitum í  100m bringu og flugsundi.

Þegar hópurinn lenti í Lettlandi var farangurinn þeirra ekki með í för og skilaði hann sér ekki fyrr en á sunnudagskvöld, krakkarnir létu það ekki slá sig útaf laginu en þau eru vön að ferðast með keppnisfötin sín í handfarangri svo þau voru strax tilbúin í laugina.

Krakkarnir voru að gera góða hluti á mótinu og að keppa á svona móti erlendis gefur okkur mikið, bæði þá reynslu þegar eitthvað óvænt kemur uppá , sjá og upplifa stærri mót annasstaðar og síðast en ekki síst að sjá hvað sundheimurinn er stór.