Enrique Snær með silfur og nýtt akranesmet á degi tvö á IM50.

Enrique Snær vann til silfurverðlauna í 200m fjórsundi á timanum 2.12.81 sem er bæting um 3 sekúndur og nýtt Akranesmet. Gamla metið var 2.14.77 og það átti Hrafn Traustason frá árinu 2009.

Enrique synti lika 200m flugsund en valdi að skrá sig úr úrslitahlutanum til að einbeita sèr að 200m fjórsundi.

Sindri Andreas heldur áfram að bæta sig og varð í 5. sæti i 100m skriðsundi á timanum 54.80.

Einar Margeir synti aftur mjög flott bringusund og varð í 6. sæti á timanum 32.23.

Ragnheiður Karen synti flott 50m flugsund og hafnaði í 6. sæti á timanum 30.71.

Krakkarnir syntu mjög vel í dag lika og í undanúrslitum bætti Guðbjarni Sigþórsson sig um sekúndu í 100m skriðsundi á timanum 57.50. Einar Margeir bætti sig lika á timanum 58.18 og Alex Benjamin synti á 58.52 sem er líka flott bæting.

Karen synti við sína bestu tíma í 100m bringusundi.
Ingibjörg Svava synti 200m skrið og var við sína bestu tíma.

Í 4x100m skrið boðsundi urðu strákarnir í 5. sæti aðeins 0,3 frá Akranesmetinu.
Liðið skipuðu þeir Enrique Snær, Sindri Andreas, Guðbjarni og Einar Margeir.

Stelpurnar urðu í 9. sæti en þá sveit skipuðu Ragnheiður Karen, Ingibjörg Svava, Karen og Lára Jakobina.

Við hlökkum til siðasta dagsins á IM á morgun