Íslandsmeistramót Garpar 2022

Helgina 7.-8. maí var Íslandsmeistaramót Garpa (25 ára og eldri) haldið í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Ríflega 100 keppendur tóku þátt í mótinu, sem er með fjölmennasta móti. Sundfélag Akraness átti 7 keppendur á mótinu og landaði 14 Íslandsmeistaratitlum!

Mótið er einnig stigamót milli félaga, 9 lið tóku þátt og varð sundlið ÍA í 3. sæti í stigakeppninni, á eftir fjölmennum liðum Sundfélags Hafnarfjarðar og Sunddeildar Breiðabliks.

Mótið var hið litríkasta, með keppendum á aldursbilinu 25-90 ára. Gleðin var svo sannarlega ríkjandi, og að loknu móti var haldið glæsilegt lokahóf á Ásvöllum fyrir keppendur.

Íslandsmeistarar Sundfélags Akraness eru:
70-74 ára
Kári Geirlaugsson: 50m skriðsund, 100m baksund, 100m fjórsund, 50m baksund og 100m skriðsund.

50-54 ára
Anna Leif Auðar Elídóttir: 100m skriðsund.

40-44 ára
Kristín Minney Pétursdóttir: 100m bringusund, 50m skriðsund, 50m bringusund, 200m skriðsund, 200m fjórsund, 100m skriðsund.
Silvia Llorenz: 50m flugsund.

Auk þess sigraði kvennasveit ÍA í 4*50m skriðsundi en sveitina skipuðu Kristín Minney Pétursdóttir, Anna Leif Auðar Elídóttir, Silvia Llorenz og Arnheiður Hjörleifsdóttir. Sama sveit hafnaði í öðru sæti í 4*50m fjórsundi.

Blönduð sveit ÍA í 4*50m fjórsundi uppskar silfur en hana skipuðu: Kári Geirlaugsson, Jóhann Pétur Hilmarsson, Kristín Minney Pétursdóttir og Anna Leif Auðar Elídóttir.